Súrinn

著者: RÚV Hlaðvörp
  • サマリー

  • Í þúsundir ára hefur mannfólkið bakað ilmandi súrdeigsbrauð í samstarfi við örverur súrdeigsins. En súrdeigsbakstur á Íslandi nær þó varla svo langt aftur? Hver ætli sé elsti súr á Íslandi og hvar er hann að finna? Ragnheiður Maísól Sturludóttir leggur af stað í rannsóknarleiðangur til þess að komast að uppruna súrdeigsins á Íslandi. Við nánari skoðun á þessari litlu deigklessu vakna stórar spurningar um mannfólkið og tengsl okkar við heiminn.

    Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.

    RÚV Hlaðvörp
    続きを読む 一部表示

あらすじ・解説

Í þúsundir ára hefur mannfólkið bakað ilmandi súrdeigsbrauð í samstarfi við örverur súrdeigsins. En súrdeigsbakstur á Íslandi nær þó varla svo langt aftur? Hver ætli sé elsti súr á Íslandi og hvar er hann að finna? Ragnheiður Maísól Sturludóttir leggur af stað í rannsóknarleiðangur til þess að komast að uppruna súrdeigsins á Íslandi. Við nánari skoðun á þessari litlu deigklessu vakna stórar spurningar um mannfólkið og tengsl okkar við heiminn.

Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.

RÚV Hlaðvörp
エピソード
  • 6. þáttur: Eistneski súrinn
    2024/12/29

    Í þessum sjötta og síðasta þætti veltir Ragnheiður Maísól fyrir sér af hverju súrdeigsbakstur varð svona vinsæll á tímum covid-faraldursins. Hún er þó aðallega að velta fyrir sér hvernig stendur á því að við myndum tilfinningatengsl við deigklessu í krukku og gerum allt sem í okkar valdi stendur til að halda henni á lífi.


    Í þættinum er rætt við Hildi Margrétardóttur, Valgerði Grétu Gröndal, Ölmu Dagbjörtu Möller og Helle Laks.


    Lesarar eru Jóhannes Ólafsson, Gígja Hólmgeirsdóttir, Kristján Guðjónsson og Halla Harðardóttir.


    Umsjón og dagskrárgerð: Ragnheiður Maísól Sturludóttir.


    Framleiðsla og samsetning: Gígja Hólmgeirsdóttir

    Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.

    続きを読む 一部表示
    41 分
  • 5. þáttur: Heilög Fransiska og Alaskasúrinn
    2024/12/29

    Hvernig endar súrdeigsmóðir, sem er beintengd sænsku konungsfjölskyldunni og Nóbelsverðlaununum, í Mosfellsbæ? Og hvernig flækist hún þaðan á Djúpavog? Ragnheiður Maísól hittir þessa víðförlu súrdeigsmóður sem nefnist Heilög Fransiska. Svo er það hin súrdeigsmóðirin á Höfn í Hornafirði sem hefur jafnvel ferðast víðar og má rekja alla leið aftur til gullæðisins í Bandaríkjunum. Já, og hvað er þetta með að nefna súrdeigsmóðurina?


    Í þættinum er rætt við Hildi Margrétardóttur, Grétu Mjöll Samúelsdóttur og Andrés Bragason.


    Lesari er Björn Þór Sigbjörnsson.


    Umsjón og dagskrárgerð: Ragnheiður Maísól Sturludóttir.


    Framleiðsla og samsetning: Gígja Hólmgeirsdóttir

    Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.

    続きを読む 一部表示
    39 分
  • 4. þáttur: Skyrið hennar Bergþóru
    2024/12/29

    Ragnheiður Maísól er að velta fyrir sér örverum súrdeigsins og grúska í minjaskrá Þjóðminjasafnsins þegar hún rekst á þrælmerkilegar skyrleifar. Líklega eru þetta elstu varðveittu minjar hér á landi um samstarf mannfólks og örvera í eldhúsinu. Uppfull af forvitni leggst hún í frekari rannsóknir á þessum skyrleifum og fer þá aðeins út af sporinu í leitinni að elstu súrdeigsmóður Íslands. En er skyrgerðin okkur Íslendingum í raun ekki það sama og súrdeigsbakstur er sumum öðrum þjóðum?


    Í þættinum er rætt við Hrólf Sigurðsson, Sigfús Guðfinnsson, Ármann Guðmundsson, Jón Karl Helgason og Jón Þór Pétursson.


    Umsjón og dagskrárgerð: Ragnheiður Maísól Sturludóttir.


    Framleiðsla og samsetning: Gígja Hólmgeirsdóttir

    Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.

    続きを読む 一部表示
    41 分

Súrinnに寄せられたリスナーの声

カスタマーレビュー:以下のタブを選択することで、他のサイトのレビューをご覧になれます。