-
サマリー
あらすじ・解説
Ragnheiður Maísól reynir að átta sig á sögu brauðmenningar á Íslandi og hvar sé líklegast að bakað hafi verið samfleytt úr súrdeigi um lengri tíma hér á landi. Þetta leiðir hana í hveitifyllt bakherbergi nokkurra bakaría víða í Reykjavík. Þar kemst hún m.a. í kynni við risastóra steinmyllu og rúnstykkjavél frá 1952 og hittir fyrir þó nokkrar súrdeigsmæður.
Í þættinum er rætt við Laufeyju Steingrímsdóttur, Sigurð Má Guðjónsson, Ásgeir Sandholt og Sigfús Guðfinnsson.
Umsjón og dagskrárgerð: Ragnheiður Maísól Sturludóttir.
Framleiðsla og samsetning: Gígja Hólmgeirsdóttir
Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.